Valmynd Cart ( 0 )

Notendaviðbrögð

Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður:

"Þetta var eins og að kaupa góða kuldaskó á bílinn. Maður finnur hreinlega hvað honum líður miklu betur á þessum dekkjum. Þá spillir ekki að fá að aka um bæinn með góða umhverfissamvisku. Og maður spyr sig: Hversvegna í ósköpunum var ekki byrjað á þessu fyrir löngu síðan, að endurvinna allt þetta gúmmí og gera ný dekk úr gömlum? Þá er ég ekki frá því að þegar maður er á grænum dekkjum þá lendi maður oftar á grænu ljósi."

Sverrir Ómar Ingason, flotastjóri bílaleigunnar Átak:

Reynsla mín af harðkornadekkjunum er mjög góð, var með þessi dekk undir jeppling og virkuðu þau vel við allar aðstæður. Mest kom mér þó á óvart hvað dekkinn endast vel, ég hafði góðan samanburð þar sem heimilisbíllinn af svipaðri stærð var á harðskeljadekkjum sem mér þóttu ekki gefa gott grip og slitnuðu mun hraðar. Mun klárlega skoða harðkornadekkin næst þegar ég þarf að fjárfesta í hjólbörðum.

Vala Rún, Facebook athugasemd 23-9-2013:

Ég hef ekki prófað betri dekk, mæli eindregið með þeim, ég er harður aðdáandi Harðkornadekkja. Fékk miklu meira grip í snó og hálku og fannst mjög gott að keyra á þeim. Ég fann vel hvernig þau gripu og ég hef einnig verið á nagladekkjum (vetrardekkjum) og fannst þessi koma mun betur út.