top of page

ALMENNT

Hin einu sönnu Harðkornadekk eru Green Diamond

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður

Iðnaðardemöntum (harðkornum) er blandað í slithluta dekksins. 

Demantarnir gefa aukið grip við erfiðar aðstæður og ná að grípa í veginn í gegnum þunna vatnsfilmu og auka þannig stöðugleika. 

Samkvæmt sænskri rannsókn skiluðu Harðkornadekk 36% betri virkni í bremsuprófi á blautum ís en næst-bestu vetrardekkin í sama prófi og 32% í beygjuprófi.

Green Diamond leysa nagladekkin af hólmi og draga jafnframt 14 falt úr mengun af völdum svifryks.

Reykjavíkurborg og ríkisvaldið (Staðardagskrá 21) hvetja til notkunar Green Diamond harðkonadekkja þar sem þau leysa nagladekkin af hólmi (svifrykið) og stuðla að aukinni sjálfbærni. Áætlað er að allt að 30 lítrar af olíu sparist m.v. hvert nýframleitt dekk.

Ökumenn hjá sveitarfélögum og fjölda fyrirtækja gáfu Green Diamond harðkornadekkjum mjög góða einkunn eftir reynsluakstur veturinn 2012-2013. 

Samkvæmt viðhorfskönnun mæla um 85% ökumanna með dekkjunum, enginn mælir þeim mót.

Reynslan sýnir að ending Green Diamond harðkornadekkja er almennt betri en hjá öðrum góðum vetrar / heilsársdekkjum sbr. Loftbóludekk og Harðskeljadekk og öryggið er meira vegna demantanna.

Á meðan Green Diamond harðkornadekk voru framleidd á Ísland voru stórir bílaflotar eins og Síminn búnir að færa alla sína bíla á Green Diamond harðkornadekk. Það sama er að gerast aftur í kjölfar tilraunainnflutnings og viðhorfskönnunar notenda á síðasta ári.

 

GRENN DIAMOND HARÐKORNADEKK ERU EKKI  Harðskeljadekk

bottom of page