top of page

PRÓFANIR

VIÐNÁMSPRÓF Á BLAUTUM ÍS: VTI – SVÍÞJÓÐ

Demantsdekk prófuð á móti ónegldum og negldum dekkjum á blautum ís við 0 °C þar sem hættulegust hálkuskilyrði myndast. Demants- og negld dekk stóðu ónegldum dekkjum langt fram í öllum tilvikum. Demantsdekk tóku negldum dekkjum fram þegar dekkin rúlla á yfirborðinu líkt og við ABS hemlum eða í keyrslu. Nagladekk reyndust betri ef klossbremsað er.

PRÓFUN Á VEGSLITI: BAST – ÞÝSKALANDI

Demantsdekkjum ver ekið 250.000 hringi í sérstakri tromlu og slitáhrif þeirra mæld til samanburðar við 9 mismunandi nagladekk.  Að jafnaði slíta harðkornadekk götum 14 sinnum minna en negld dekk samkvæmt rannsókninni.

HLJÓÐMENGUNARPRÓF: SÉRFRÆÐINGUR OG LÖGREGLA

Sjálfstæður hljóðsérfræðingur gerði samanburðarmælingar með aðstoð lögreglunnar á hljóðmengun frá dekkjum sem voru venjuleg, með nöglum og með harkornum (demöntum). Öll dekkin voru eins að öðru leyti og drepið á bílnum meðan prófið fór fram á 60 km hraða.  Demantsdekkin framkölluðu sama hávaða og venjuleg dekk á meðan nagladekk gáfu frá sér tvöfaldan hávaða miðað við hin dekkin.

SAMANBURÐUR DEMANTSDEKKJA VIÐ NOKKUR ÞEKKT VÖRUMERKI

Prófun á blautum ís í hitastýrðu umhverfi. Dekk prófuð með bæði ABS bremsubúnaði og með því að klossbremsa. Prófuð voru eftirfarandi dekk af Swedish Road and Transport Institute (VTI 2001):

  1. Green Diamond - Harðkornadekk

  2. Michelin - Alpine

  3. Blizzak - Loftbóludekk

  4. GoodYear - Ultra Grip

  5. Cooper

Niðurstöður sýndu að í beygjuprófi voru harðkornadekk 32% betri en næstbesta dekkið og í bremsuprófi voru þau 36% betri en næstbest dekkið.

bottom of page