top of page

SAGAN

Green Diamond Harðkornadekk hafa verið framleidd í Evrópu sl. 15 ár og reynst vel í hvívetna. Dekkin eru framleidd samkvæmt einkaleyfi íslenskra frumkvöðla sem gengur út á að hörðum kornum (iðnaðardemöntum) er blandað í allt munstur dekkjanna þegar þau eru sóluð. Virknin varir því allan líftíma dekkjanna. Green Diamond harðkornadekkin eru einu harðkornadekkin með þennan eiginleika og eru kornin allt að 2 mm að stærð. Heildarmagn iðnaðardemanta er að meðaltali um 300-400 gr. í hverju fólksbíladekki - en nær líklega ekki 20 gr. hjá öðrum sem leyfa sér að auglýsa harðkornadekk, sem er þá mulningur og er aðeins í efsta yfirborðinu. 

Green Diamond harðkornadekk voru framleidd á Íslandi hjá Sólningu og Gúmmívinnustofunni en hafa verið flutt til landsins frá Evrópu undanfarin ár þar sem þau eru framleidd samkvæmt íslensku einkaleyfi. Tekjur dekkjaverkstæða koma að stórum hluta frá umskiptingum vor og haust og frá neglingu dekkja og því hefur markaðssetning Green Diamond harðkornadekkja hérlendis einkennst til þessa af mikilli andstöðu dekkjaverkstæða við dekk sem nota má allt árið. Miklar viðhorfsbreytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri enda fer Reykjavíkurborg opinberlega fram á það við ökumenn að þeir hlífi götum við notkun nagladekkja. Reynsla af framleiðslu og sölu Green Diamond harðkornadekkja staðfestir að stór markaður er fyrir innlendri framleiðslu, ef rétt er á málum haldið.

Green Diamond hrðkornadekk eru umhverfisvæn. Við framleiðslu þeirra eru belgir notaðra hjólbarða endurnýttir. Belgirnir eru langstærsti hluti dekkjanna og eru hjá betri framleiðendum gjarnan framleiddir til að endast fyrir fleiri en eitt slitlag. Við endurnýtingu belgjanna dregur úr myndun úrgangs og flutningar sparast milli landa. Áætlað er að orkusparnaður vegna þessarar endurnýtingar sé allt að 3-9 gallon af jarðefnaeldsneyti / dekk, sem hefur jákvæð áhrif á skuldbindingar okkar Íslendinga gagnvart Kyoto samningnum.

Samkvæmt samanburðarrannsóknum í Svíþjóð og Þýskalandi á Green Diamond harðkorna- og nagladekkjum þá er virkni dekkjanna sambærileg við flest erfið vetrarskilyrði. Rannsóknir dr. Haraldar Sigþórssonar, umferðaverkfræðings, leiða til þeirrar niðurstöðu að nagladekk veiti “falskt öryggi”. Gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar áætlar að beinn kostnaður embættis hans vegna notkunar nagladekkja sé nálægt 300 milljónir kr. á ári. Notkun nagladekkja vegur þyngst (um. 30%) í svifryksmenguninni á höfuðborgarsvæðinu Svifryksmengunin fór 28 sinnum yfir skilgreind hættumörk á sl. ári. 10. feb. sl. var börnum í ákveðnum leikskólum borgarinnar meinað að fara út undir bert loft vegna svifryksmengunnar Skv. rannsóknum í Svíþjóð og Finnlandi deyja fleiri úr öndunar- og hjartasjúkdómum, sem rekja má til svifryks, en í umferðaslysum. Það er í samræmi við álit ísllenskra sérfræðinga sem segja að geri megi ráð fyrir að allt að 80 Íslendingar deyji ótímabærum dauðdaga vegna svifryksmengunnar fyrir utan nokkur hundruð sem glíma við heilsufarsvandamál vegna þessa. Norðmenn hafa frá árinu 2001 beitt skattaálögum á þá ökumenn sem notast við nagladekk með þeim árangri að nagladekkjanotkun hefur minnkað til muna.

Viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV þann 17. feb.2010 að “takmarka yrði innflutning”. Öllum má ljóst vera að við verðum að fara eins vel og kostur er með þann gjaldeyri sem við höfum. Áætlað er að gjaldeyrir að verðmæti hátt í 2 milljarða fari í kaup á innfluttum hjólbörðum árlega. Framleiðsla harðkornadekkja innanlands er því ekki aðeins atvinnuskapandi heldur gæti hún sparað ½ - 1 milljarð í gjaldeyri. Þá kemur framleiðslan með beinum hætti til góða fyrir alla landsmenn þar sem dekkin eru umtalsvert ódýrari en innflutt samkeppnishæf dekk.

Þjóðhagsleg hagkvæmni þess að framleiða harðkornadekk hér á landi eru því augljóslega margþætt.

NOKKUR ATRIÐI UM ÁHRIF SVIFRYKS Á HEILSUFAR

  • Svifryk er eitt af erfiðustu heilsufarsvandamálum sem íbúar í Evrópu eiga við að glíma.

  • Sérfræðingar allra höfuðborga Norðurlanda, á þessu sviði, ályktuðu í byrjun árs 2006, að það væri mjög brýnt heilsufarsmál að finna leiðir til að draga úr svifryksmengun.

  • Skv. sænskri rannsókn þá aukast líkur á hjartaáfalli um 7,4% vegna svifryksmengunnar.

  • Íbúasamtök í 3. hverfi í Rvík (Hlíðar, Holt, Norðurmýri) áætla að svifryksmengun geti leitt allt að 12 manns í hverfinu til dauða á hverju ári. (sbr. sænsk könnun , Landskrona)

  • Evrópuskrifstofa alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar áætlar að svifryksmengun stytti lífslíkur manna um 8.6 mán. innan sambandsins.

  • Alþjóða heilbrigðisstofnunin áætlar að minnkun svifryks (PM 10) um 10ug/m3 leiði til 3% sparnaðar í lyfjakostnaði.

  • Svifryksmengun í Evrópu dregur umtalsvert meira úr lífslíkum fólks en umferðaslys.

  • “38.000 – 47.000 Íslendingar búa við sambærilega mengun og íbúar margra stórborga í Evrópu, hér er átt við mengun við stofnbrautir.” (Þórainn Gíslason læknir í viðtali við Mbl. 30.jan ´07)

  • Uppstretta svifryks á höfuðborgarsvæðinu er rakin 55% til notkunnar nagladekkja.

NAGLADEKK OG UMFERÐAÖRYGGI

Öryggi nagladekkja er stórkostlega ofmetið. “Mögulega mátti réttlæta notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu í 3 daga sl. vetur” (Veturinn 2010/11) M.ö.o í yfir 95% tilfella veita nagladekk minna öryggi en öll önnur dekk. Hvorttveggja á þurru og blautu malbiki hafa þau lengri hemlunarvegalengd en önnur dekk og minna grip í beygjum. Notkun nagladekkja stóreykur losun asfals (tjöru) úr malbikinu. Þessi tjara sest á hjólbarða allra bifreiða í umferðinni og veldur því að gæði og viðnám þeirra minnkar til muna. Engar rannsóknir eru til um “þennan” orsakavald umferðaslysa. Dr. Haraldur Sigþórsson dregur saman niðurstöður rannsókna sinna á eftirfarandi hátt: 

  1. Umferðaöryggisávinningur af völdum nagladekkja er mjög lítill.

  2. Nagladekk veita falska öryggiskennd.

  3. Slitnir negldir hjólbarðar eru lélegir rétt eins og allir eyddir hjólbarðar (Innsk. Á þó mun síður við harðkornadekk). 

  4. Hugarfar ökumanna hefur meira að segja en naglar í hjólbörðum. 

  5. Ónegldir hjólbarðar eru alltaf að batna og verða fýsilegur kostur. 

  6. Svifryk frá negldum hjólbörðum er mjög heilsuspillandi.

  7. Notkun negldra hjólbarða veldur hávaðamengun.

  8. Hemlunarvegalengd á auðu malbiki eykst aðeins ef ekið er á negldum hjólbörðum.


M.v. þær upplýsingar og rannsóknir sem liggja fyrir í dag um umferðaröryggi og heilsuspillandi áhrif svifryks, þá er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að sjálfsagt sé að takmarka notkun nagladekkja. Þetta hafa fjölmargar nágrannaþjóðir okkar gert upp við sig. Víða eru nagladekk bönnuð, annarsstaðar er notkun þeirra skattlögð.

Athyglisverð grein um harðkornadekk í USA:

http://www.tirebusiness.com/article/20120809/NEWS/304209985/a-green-diamond-in-the-roughmdash-idled-winter-tire-remolder-hopes

bottom of page